Ný yfirlitstafla í verkbókhaldi – mikilvægt að kynna sér vel
Á síðustu árum hefur yfirlitstöflum fjölgað í Stólpa. Í júní útgáfu Stólpa kemur ný yfirlitstafla í verkbókhaldinu sem gefur mun betra yfirsýn en áður. Allar yfirlitstöflur í Stólpa virka með mjög sambærilegum hætti og því mjög einfalt að læra inn á helstu atriði hennar.
Úr nýrri yfirlitstöflu er yfirsýn yfir öll verk í vinnslu og einnig allar aðgerðir verkbókhalds aðgengilegar úr tækjastiku sem einfaldar allt viðmót, gefur mikilvæga yfirsýn og flýtir fyrir allri vinnslu.