Óvissustig Almannavarna vegna Log4j

by / Þriðjudagur, 14 desember 2021 / Published in Fréttir

Eins og fram kom í fjölmiðlum í gær hafa Almannavarnir líst yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans í grunnkerfum fjölmargra tölvukerfa.

Í framhaldi af þessari uppgötvun hefur Stólpi yfirfarið öll tölvukerfi sín og hugbúnað með það að markmiði að finna og uppræta þennan veikleika. Allur hugbúnaður og kerfi Stólpa, svo sem hugbúnaður, netkerfi, stýrikerfi, skýjaþjónusta, reklar og fleira hafa nú þegar verið uppfærðir í nýjustu útgáfur þar sem þessi veikleiki er gerður óvirkur.  Daglega er fylgst er með nýjum uppfærslum.

 

TOP