Nettruflanir 23. nóvember 2020
Á mánudaginn í síðustu viku, þann 16. nóvember, og svo aftur um hádegi í gær, mánudaginn 23. nóvember, urðu sumir notendur skýjaþjónustu Stólpa varir við að missa tengingar við skýjaþjónustuna og áttu sumir í erfiðleikum með að ná tengingu aftur um stund. Í síðustu viku varði ástandið yfir í rúman klukkutíma en í gær var það í um 30 mínútur.
Ástæða þess er rakin til fjölmargra árangurslausra tilrauna frá erlendum aðilum til að komast inn í skýjaþjónustu Stólpa. Ánægjulegt er að vita að kerfi okkar stóðu af sér þessar tilraunir en því miður með þeim annmörkum að álag varð á kerfi með fyrrgreindum afleiðingum fyrir notendur Skýjaþjónustu Stólpa. Talsvert hefur borið á netárásum á íslensk fyrirtæki að undarförnu sbr. fréttir þess efnis.
Stólpi leggur mikið upp úr því að hafa öryggismál í lagi og er ágætt til þess að vita að þessar tilraunir báru ekki árangur. Stólpi brást í gær við þessum tilraunum með ákveðnum hætti til að koma í veg fyrir frekari truflanir af svona atburðum eins og hægt er.