Stólpi 2017.11 kominn út

by / Föstudagur, 18 ágúst 2017 / Published in Fréttir

Ný útgáfa af Stólpa, útgáfa 2017.11 kom út 11. ágúst 2017. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu breytingar (ítarlegri listi yfir breytingar má sækja HÉR):

Almennt:

 • Uppfærsla frá Microsoft (KB4011051) veldur í vissum tilvikum villu við að opna Aðalvalmynd Stólpa.  Kóði endurskrifaður til samræmingar við uppfærslu Microsoft.
 • Sjálfvirkur innlestur frá Seðlabanka Íslands á skráðu gengi gjaldmiðla. Þegar Stólpi er opnaður er daglegt gengi erlendra gjaldmiðla sótt sjálfkrafa frá síðustu skráningu (hámark tvo mánuði aftur í tímann) sé kerfið stillt með þeim hætti.  Aðgerðin er stillt í: Uppsetning > Fyrirtæki > Uppfæra gengi sjálfkrafa (já/nei).

Bifreiðakerfi:

 • Langar athugasemdir koma nú inn á athugasemdarreit reiknings.
 • Póstnúmer og staður skilaði sér ekki hjá umráðamanni þegar bifreiðarupplýsingar voru lesnar frá bifreiðaskrá. Lagfært.
 • Innlestur Cabas flytur nú inn athugasemd við bifreið.

Birgðakerfi:

 • Lagaður útreikningur og útlit í uppskriftaflipa í vöruspjaldi.
 • Þegar valinn er vöruflokkur vöru tekur varan sjálfkrafa sölulykil flokksins ef hann er skráður.

Félagakerfi:

 • Ekki var hægt að setja inn afhendingarskilmála því búið var að festa sjálfgefið gildi

Innheimtukerfi:

 • Motus reitur birtist áður bara í stýriupplýsingum ef Íslandsbanki var valinn banki. Nú hefur verið opnað fyrir þennan reit burtséð frá banka.

Launakerfi:

 • Skattar fyrir börn voru ekki rétt reiknaðir ef laun voru frá fleiri en einni deild.
 • Launaseðlar sendir í Íslandsbanka voru ekki mótteknir vegna þess að snið á breytu í xml skeyti var ekki rétt.
 • Samtala á launakeyrslum þegar um leiðréttingu var að ræða var ekki rétt og hafnað í vefskilum.
 • Skilagrein lífeyrissjóða og stéttarfélaga var með víxluðum svæðum, þannig að fyrirspurn vísaði í rangan reit
 • Skráning starfsmanna leyfir ekki lengur skráningu á kennitölu sem til er fyrir

Skuldunautar:

 • Dagsetning er aðeins virk fyrir einfaldan skuldalista sem sýnir þá stöðu á valdri dagsetningu. Aðrar útprentanir miðast við dags útprentunar.
 • Við bókun reiknings var sía á ógreitt ekki virkt svo farið var í gegnum alla reikninga skuldunautar. Þetta hægði verulega á og stoppaði stundum bókun

Sölukerfi:

 • Jöfnun reikninga virkar nú fyrir fyrri ár
 • Í rafrænum reikningum var útgáfudagur reiknings sjálfkrafa sá dagur sem reikningur var gefinn út.  Núna er útgáfudagur rafræns reiknings sjálfkrafa skráður sem valinn gjalddagi reiknings óháð því hvenær hann er gefinn út.

Tímabókunarkerfi

 • Verkbeiðni úr tímabókunarkerfi hefur nú meira pláss til að birta skilmálatexta verkstæðis

 

Þjónustuborð Stólpa veitir nánari upplýsingar í s. 512-4400 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið stolpi@stolpi.is.

TOP