Sending og móttaka rafrænna reikninga

Ekki alls fyrir löngu voru reikningar aðeins prentaði á pappír og sendir með sniglapósti til móttakanda. Innan fárra ára mun slíkt heyra til undantekninga. Rafrænir reikningar eru mun öruggari og fljótlegri leið til að senda reikning til móttakanda. Einnig eru þeir umhverfisvænni og ódýrari sendingarmáti en pappírsreikningar í sniglapósti.

Rafrænn reikningur fer beint út bókhaldi útgefanda og er samstundis lesinn rafrænt inn í bókhald mótakanda þar sem hann bíður staðfestingar.  Einnig er hægt að senda reikning sjálfvirkt með tölvupósti þar sem reikningur er í viðhengi (PDF og XML skrá).  Móttakandi hefur þá val um hvort PDF skráin er handslegin inn í bókhald móttakanda eða er lesinn rafrænt inn úr XML skránni.

Rafrænir reikningar Stólpa er uppsettir í samræmi við nýjustu staðla frá Staðlaráði Íslands sem hafa verið samræmdir stöðlum í Evrópu svo hægt sé að senda reikninga með rafrænum hætti bæði innanlands og milli landa.

Sending sölureikninga:

 • Innbyggt í sölukerfi Stólpa:
  • Tölvupóstur (PDF og XML skrá í viðhengi)
  • InExchange (XML skrá sjálfkrafa lesin inn í bókhald móttakanda)
  • Mappan (rafrænir reikningar Íslandspósts)
  • EDI
  • Útprentun á pappír (gamla leiðin)
 • Hægt að festa valinn sendingarmáta fyrir hvern viðskiptamann eða við gerð reiknings
 • Reikningur sendist strax með sjálfvirkum hætti um leið og hann er gefinn út.
 • Mjög einfalt í notkun

Móttaka rafrænna innkaupareikninga:

 • Innkaupareikningar sóttir og lesnir inn með sjálfvirkum hætti þar sem þeir bíða samþykktar
 • Samþykktir reikningar færðir sjálfkrafa inn í fjárhag
 • Mótteknar vörur (séu þær til staðar) færðar sjálfvirkt inn í birgðaskrá þar sem talið magn er staðfest áður en magn er uppfært inn á lager
 • Einfalt í notkun
TOP