Sending og móttaka rafrænna reikninga

Ekki alls fyrir löngu voru reikningar aðeins prentaði á pappír og sendir með sniglapósti til móttakanda. Innan fárra ára mun slíkt heyra til undantekninga. Fáum dettur lengur í hug að greiða reikninga sína með peningaseðlum. Sama þróun mun eiga sér stað í sendingamáta reikninga.

Rafrænir reikningar eru mun öruggari og ódýrari leið til að senda eða móttaka reikninga. Einnig eru þeir mun umhverfisvænni og fljótlegri sendingarmáti en pappírsreikningar í sniglapósti.  Ríkið, stærri sveitarfélög og stærri fyrirtæki neita nú flest að taka við reikningum nema þeir séu sendir með rafrænum hætti.

Rafrænn reikningur fer sjálfkrafa beint úr bókhaldi útgefanda og er samstundis lesinn rafrænt inn í bókhald móttakanda þar sem hann bíður staðfestingar. Eina sem útgefandi reiknings þarf að gera er að tilgreina hvernig hann skal sendur til móttakanda. Kerfið sér alfarið um rest og skilar reikningi hratt og örugglega beint inn í bókhald móttakanda.   Með sama hætti sparast tími og kostnaður hjá móttakanda.

Sölureikningar í Stólpa

 • Innbyggðir sendingamátar í sölukerfi Stólpa
  1. Rafrænn reikningur – Reikningur sendur með rafrænum og sjálfvirkum hætti inn í bókhald móttakanda í gegnum Unimaze
  2. Tölvupóstur – Reikningur í PDF skrá sendur á forskráð netfang móttakanda sem handskráir hann inn í bókhaldið
  3. Prenta reikning á pappír og senda í sniglapóst -gamla leiðin
 • Auðvelt að senda PDF viðhengi með rafrænum reikningi eða tölvupósti
 • Auðvelt er að endursenda eldri reikninga með hvaða sendingarmáta sem er
 • Sölureikningur sendist strax við útgáfu hans. Engin auka handvinna. Aðeins þarf að tilgreina sendingarmáta
 • Mjög einfalt í notkun

Móttaka rafrænna innkaupareikninga

 • Innkaupareikningar lesnir inn í Stólpa frá Unimaze með sjálfvirkum hætti þar sem þeir bíða samþykktar eða synjunar.
 • Samþykktir reikningar færast inn í dagbók og þaðan inn í fjárhag. Bókunarlykill reiknings ræðst af forskráðum lykli birgis. Bókari yfirfer bókunarlykla og uppfærir inn í fjárhag
 • Mótteknar vörur (séu þær til staðar) eru færðar inn í birgðaskrá þar sem talið magn er staðfest áður en það er uppfært inn á lager
 • Mjög einfalt í notkun

Stólpi er í samstarfi við Unimaze um sendingu/móttöku rafrænna reikninga. Til að virkja rafræna reikninga þarf að senda beiðni þess efnis á þjónustuver okkar stolpi@stolpi.is.  Þjónustuver okkar aðstoðar notendur alla leið við innleiðinguna.

Hægt er að fá aðgang að þjónustuvef rafrænna reikninga. Innskráning á þjónustuvef fer fram með rafrænum skilríkjum einstaklings og þarf að óska eftir aðgangi að síðunni með því að senda póst á stolpi@stolpi.is. Í aðgangsbeiðni þarf að koma fram nafn fyrirtækis, kennitala fyrirtækis, nafn aðila sem tengist, kennitala aðila sem tengist og netfang aðila. Fleiri en einn geta haft aðgang að þjónustusíðu rafrænna reikninga fyrir hvert fyrirtæki.

TOP