Sölukerfi

Sölukerfi

Mjög öflugt sölukerfi er í Stólpa sem býður í senn upp á flestar sérþarfir viðskiptavina en jafnframt upp á hraða og einfalda daglega vinnslu. Hægt er að vinna með reikninga, tilboð, sölupantanir, frátektir og samninga og breyta frá einu formi yfir á annað, t.d. breyta tilboði í reikning.

  • Verðskrá: Eykur öryggi og flýtir fyrir reikningsútskrift. Kerfið getur úthlutað strikamerki sem flýtir og einfaldar daglega vinnslu.
  • Rafrænir reikningar: Rafrænir reikningar eru nú innbyggðir inn í sölukerfið eftir nýjum alþjóðlegum staðli frá 2013 (TS-136 og TS-137), sem gerir sendanda kleyft að senda fyrirhafnarlaust rafrænan reikning hvert í heim sem er.
  • Sendingamáti nótna: Notandi getur valið hvort kerfið sendir sjálfkrafa reikninga sem:
    • PDF með eða án XML viðhengi í tölvupósti til viðtakanda,
    • rafrænan reikning beint í bókhald viðtakanda,
    • í rafræna póstþjónustu Íslandspósts (mappan.is),
    • eða á pappír
  • Einfalt í vinnslu: Auðvelt að afrita eldri reikninga, sameina, bakfæra, endurprenta eða endursenda eldri reikninga
  • Útlit reikninga: Kerfið er með innbyggt um 40 mismunandi útlit reikninga svo notandi geti valið það útlit sem hentar hverjum og einum. Mjög einfalt er að setja vörumerki félagsins á haus reikninga. Kerfið er einnig með afgreiðsluseðla, akstursseðla, fylgibréf með vöru, límmiða, greiðslukvittanir og margt fleira.
  • Afsláttarkerfi: Með öflugu afsláttarkerfi er hægt er að stofna ótakmarkaðan fjölda afsláttarflokka og tengja þannig fastan afslátt við viðskiptamann eða breytilegan afslátt eftir vöruflokkum eða vörum. Notandi kerfisins getur þannig stýrt með nánast ótakmörkuðum möguleikum hvernig afsláttur í sölu er stýrður með sjálfvirkum og einföldum hætti.
  • Tenging sölukerfis við verkbókhald: Auðvelt er að senda tímaskráningar starfsmanna inn í verkbókhald og þaðan yfir reikningagerð sölukerfis. Þannig fæst gott yfirlit yfir öll verk í vinnslu, hvað hefur þegar verið rukkað og hvað eftir er að rukka.
  • Tenging við kassakerfi: Kerfið getur tengst flestum kassakerfum og þannig tryggt að viðskiptamannaskrá, verðskrá og fleira sé tengt með einföldum hætti.
  • Sölugreining og skýrslur: Notandi getur skrifað út söluuppgjör, söludagbók eða sölugreiningu sem hægt er að greina til dæmis eftir sölumönnum, vöruflokkum, vörunúmerum, viðskiptamannaflokkum, greiðsluskilmálum, afhendingarskilmálum og fleiri atriðum. Skýrslur er hægt að fá beint í PDF eða yfir í excel töflur til frekari greiningar.

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier