Tímabókanir

Tímabókunarkerfi Stólpa

Tímabókunarkerfi Stólpa er hannað til að skrá og veita yfirsýn yfir tímabókanir viðskiptavina. Tilvalið fyrir bifreiðaverkstæði, gistiheimili, tannlækna, lækna, lögfræðinga eða alla þá sem þurfa að hafa yfirsýn yfir tímabókanir viðskiptavina og vilja forðast tvískráningu við reikningagerð eða tryggja að ekki gleymist að skrifa út reikning.

Helstu aðgerðir:

  • Staða tímabókunar: Hver og ein bókun getur haft eins margar stöðu og notandi óskar eftir. Dæmi: a) Bókað, b) Klárt til vinnslu c) Verk í vinnslu, d) Verki lokið, e) Beðið eftir varahlutum eða hvaða stöðu sem notendum dettur í hug að skilgreina.
  • SMS tengt stöðu tímabókunar: Kerfið getur sent mismunandi SMS skilaboð til viðskiptavina eftir hver staða verks er í kerfinu. Notandi ákveður sjálfur hvaða texti er sendur og við hvaða stöðu tímabókunar. Dæmi:
    a) Við bókun tíma: „Þú átt bókaðan tíma hjá tannlækninum þínum þann 1. desember 2016 kl. 10
    b) Við upphaf vinnslu á verki: „Verkið þitt er hafið. Þú færð SMS þegar því er lokið“
    c) Þegar verki er lokið: „Bifreiðin þín er tilbúin. Afgreiðslan lokar kl. 17“
  • Fjölda SMS: Hægt er að senda SMS og/eða tölvupóst á úrtak viðskiptavina sem eiga tímabókun á völdu tímabili. Skilaboð innihalda staðlaðan texta, að vali notenda, en að auki getur kerfið bætt við upplýsingum um tímabókun hvers viðskiptavinar sé þess óskað:
    a) tímasetning bókunar
    b) hvar eða hver mun sinna verkinu eða
    c) verklýsing
  • Bílaleigubíll: Bifreiðaverkstæði geta tekið saman lista yfir viðskiptavini sem óskuðu eftir bílaleigubíl meðan á viðgerð stendur. Tekinn er út listi yfir viðskiptavini sem þess hafa óskað og hægt er að senda á bílaleigu svo bílaleigubíll sé klár þegar viðskiptavinur mætir.
  • Leit: Öflugur leitargluggi til að finna hvaða tímabókun sem er. Til dæmis leita eftir stöðu bókunar, dagsetningu, viðskiptamanni, verkheiti eða öðru.
  • Stofna sölureikning og verk: Við reikningagerð eru upplýsingar tímabókunar færðar inn á sölureikning með sjálfvirkum hætti.

Nánari upplýsingar um kerfið má nálgast í handbóki sem aðgengileg er hér.

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier