Þín einkatölva í skýinu

Í skýjaþjónustu Stólpa hefur þú einn aðgang að þinni einkatölvu í skýinu, aðgengileg þér hvar og hvenær sem er úr hvaða tölvu sem er.  Þar hefur þú aðganga að bókhaldskerfinu Stólpa, persónulegum tölvupósti þínum eða hvaða rafrænu gögnum sem þú kýst að geyma þar. Einnig er einfalt að vera með sameiginleg gagnasvæði sem allir, eða hluti, samstarfsmanna þinna hefur einnig aðgang að.

Helstu eiginleikar skýjaþjónustu:

  • Einkatölva í skýinu gegnum læstan aðgang – aðgengileg hvar og hvenær sem er úr hvaða tölvu sem er.  Einkatölvan þín í skýinu virkar eins og hver önnur einkatölva nema hvað hún er vistuð í gagnaveri Stólpa, aðgengileg aðeins þér í gegnum læstan aðgang. Því er auðvelt að tengst úr vinnunni, að heiman, frá sumarbústaðnum eða úr hvaða tölvu sem þú kýst að tengjast úr. Tölvan sem þú tengist úr þarf að vera nettengd.
  • Einkatölvan þín í skýinu er uppsett með Microsoft Access án aukagjalds.  Kjósir þú að bæta við tölvupósti, Word, Excel, Outlook, PowerPoint, OneNote, OneDrive (1 TB), Puplisher eða Skype-for-business setjum við Office Buisness Premium (OBP) frá Microsoft upp hjá þér. Leyfið getur þú einnig nýtt á fjórum öðrum einkatölvum.
  • Gagnaver Stólpa er útbúið nýjum öflugum netþjónum. Einkatölvan þín í skýinu er því öflug tölva með mikinn vinnsluhraða og vinnsluminni sem tryggir góðan vinnsluhraða.
  • Þarfnist þú tæknilegrar aðstoðar getur þjónustuver Stólpa tengst skjánum þínum á augabragði sem gerir alla tækniþjónustu einfalda og markvissa.
  • Gagnagrunnur Stólpa er afritaður daglega án aukagjalds.
  • Uppfærslur á Stólpa eru sjálfkrafa og án aukagjalds.

Heyrðu í þjónustuveri okkar í síma 512-4400 og fáðu nánari upplýsingar.

TOP