Unimaze skeytamiðlun

by / Mánudagur, 01 nóvember 2021 / Published in Fréttir

Kæri viðskiptavinur,

Til upplýsinga: Eins og fram kom í tölvupósti frá okkur fimmtudaginn s.l. erum við að skipta um skeytamiðlara sem miðlar rafrænum reikningum fyrir notendur Stólpa. Yfirfærslunni er lauk um hádegi í dag eins og til stóð og hefur fyrirtækið þitt því verið skráð í rafræna skeytaþjónustu Unimaze.

Notendur sem eru í hýsingu hjá Stólpa/Samvirkni hafa þegar fengið nýjan aðgang uppsettan Í Stólpann hjá sér og ættu þeir því ekki að finna neitt fyrir yfirfærslunni.  Aðrir notendur fá símtal frá þjónustuborði þar sem nýr aðgangur er settur inn í Stólpann þeirra.  Þeirri vinnu ætti að ljúka á morgun, þriðjudag.

Þeir notendur sem óska eftir aðgangi að Mínar síður á þjónustuvef Unimaze er vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á stolpi@stolpi.is með eftirfarandi upplýsingar:

  1. Nafn félags
  2. Kennitala félags
  3. Nafn notanda
  4. Kennitala notanda
  5. Netfang notanda

Allar nánari upplýsingar veitir þjónustuborð Stólpa í síma 512-4400 á opnunartíma. Neyðarsími eftir lokun er eftir sem áður 512-4420 ef erindið þolir ekki bið.

 

Guðmundur Ingi Hauksson

Framkvæmdastjóri

Stólpi viðskiptalausnir ehf

TOP