Tímaskráningar starfsmanna skráðar í rauntíma hvar sem þeir eru staddir.
Einnig hægt að skrá hvaða verk var unnið, athugasemdir frá starfsmanni,
efnisnotkun og fleira.
Tímar starfsmanna færast beint í stimpilklukku Stólpa og þaðan inn í
verkbókhald Stólpa og launakerfi til launaútreiknings.
Rafrænir reikningar
Hefur þú kynnt þér kosti rafrænna reikninga?
Rafrænn reikningur fer beint úr bókhaldi útgefanda og er samstundis lesinn rafrænt inn
í bókhald móttakanda þar sem hann bíður staðfestingar. Rafrænir reikningar eru mun
öruggari og fljótlegri leið til að senda reikning til móttakanda. Einnig eru þeir
umhverfisvænni og ódýrari sendingarmáti en pappírsreikningar í sniglapósti.
Ný vefþjónusta Cabas komin í Stólpa
Stólpi er nú tengdur nýrri vefþjónustu Cabas
Bifreiðakerfi Stólpa er nú komið með tengingu við nýja veflausn Cabas.
Ný vefþjónusta leysir eldri yfirfærslu af hólmi. Er vefþjónustan í senn einfaldari,
hraðvirkari og öruggari en eldri yfirfærsla sem gerir alla yfirsýn og reikningagerð
einfaldari.
Birgðapantanir
Nýtt kerfi hjá Stólpa
Nýtt pantanakerfi Stólpa dregur saman allar helstu upplýsingar
um hverja og eina skráða vöru. Tekur saman sölusögu og lagerstöðu.
Kerfið gerir söluáætlun, reiknar áætlaðan endingartíma á núverandi lagermagni, hvort tímabært sé að gera nýja pöntun og hve mikið
er ráðlagt að panta. Útbýr pöntun til birgja og staðfestir móttekið
vörumagn inn á lager.
Ný dagbók í fjárhag
Endurhannað viðmót og ný virkni
Í nýrri dagbók hefur útlit og virkni dagbókarinnar verið endurhannað frá grunni.
Einfallt og fljótlegt er að vinna með dagbókina, halda utanum villur og viðvaranir,
erlendar myntir, mótbóka, bæta inn línum og fleira.
Rafrænn innlestur á færslum í dagbók, svo sem hreyfingaryfirlit frá banka,
kortayfirlit eða aðrar hreyfingar er nú mjög einföld í framkvæmd.
Innlestur á Excel skrám í nánast hvaða formi sem er.
Sjálfvirkar afstemmingar í fjárhag flýta gríðarlega fyrir áður seinlegri handavinnu
bókarans og einfalda einnig flóknari afstemmingar sem bókari þarf að koma að.
Nýttu þér kosti Office365
Við getum hjálpað þér
Office365 er skýjalausn og því eru gögnin aðgengileg notendum hvar og hvenær sem er
óháð því hvaða tækni starfsfólkið notar. Með Office 365 geta allir unnið saman.
Notendur geta stækkað og minnkað áskriftarleiðir eftir þörfum.