Kynningargrein um Stólpa

Kynning um Stólpa, sjá HÉR

Stólpi 2017.11 kominn út

Ný útgáfa af Stólpa, útgáfa 2017.11 kom út 11. ágúst 2017. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu breytingar (ítarlegri listi yfir breytingar má sækja HÉR):

Almennt:

 • Uppfærsla frá Microsoft (KB4011051) veldur í vissum tilvikum villu við að opna Aðalvalmynd Stólpa.  Kóði endurskrifaður til samræmingar við uppfærslu Microsoft.
 • Sjálfvirkur innlestur frá Seðlabanka Íslands á skráðu gengi gjaldmiðla. Þegar Stólpi er opnaður er daglegt gengi erlendra gjaldmiðla sótt sjálfkrafa frá síðustu skráningu (hámark tvo mánuði aftur í tímann) sé kerfið stillt með þeim hætti.  Aðgerðin er stillt í: Uppsetning > Fyrirtæki > Uppfæra gengi sjálfkrafa (já/nei).

Bifreiðakerfi:

 • Langar athugasemdir koma nú inn á athugasemdarreit reiknings.
 • Póstnúmer og staður skilaði sér ekki hjá umráðamanni þegar bifreiðarupplýsingar voru lesnar frá bifreiðaskrá. Lagfært.
 • Innlestur Cabas flytur nú inn athugasemd við bifreið.

Birgðakerfi:

 • Lagaður útreikningur og útlit í uppskriftaflipa í vöruspjaldi.
 • Þegar valinn er vöruflokkur vöru tekur varan sjálfkrafa sölulykil flokksins ef hann er skráður.

Félagakerfi:

 • Ekki var hægt að setja inn afhendingarskilmála því búið var að festa sjálfgefið gildi

Innheimtukerfi:

 • Motus reitur birtist áður bara í stýriupplýsingum ef Íslandsbanki var valinn banki. Nú hefur verið opnað fyrir þennan reit burtséð frá banka.

Launakerfi:

 • Skattar fyrir börn voru ekki rétt reiknaðir ef laun voru frá fleiri en einni deild.
 • Launaseðlar sendir í Íslandsbanka voru ekki mótteknir vegna þess að snið á breytu í xml skeyti var ekki rétt.
 • Samtala á launakeyrslum þegar um leiðréttingu var að ræða var ekki rétt og hafnað í vefskilum.
 • Skilagrein lífeyrissjóða og stéttarfélaga var með víxluðum svæðum, þannig að fyrirspurn vísaði í rangan reit
 • Skráning starfsmanna leyfir ekki lengur skráningu á kennitölu sem til er fyrir

Skuldunautar:

 • Dagsetning er aðeins virk fyrir einfaldan skuldalista sem sýnir þá stöðu á valdri dagsetningu. Aðrar útprentanir miðast við dags útprentunar.
 • Við bókun reiknings var sía á ógreitt ekki virkt svo farið var í gegnum alla reikninga skuldunautar. Þetta hægði verulega á og stoppaði stundum bókun

Sölukerfi:

 • Jöfnun reikninga virkar nú fyrir fyrri ár
 • Í rafrænum reikningum var útgáfudagur reiknings sjálfkrafa sá dagur sem reikningur var gefinn út.  Núna er útgáfudagur rafræns reiknings sjálfkrafa skráður sem valinn gjalddagi reiknings óháð því hvenær hann er gefinn út.

Tímabókunarkerfi

 • Verkbeiðni úr tímabókunarkerfi hefur nú meira pláss til að birta skilmálatexta verkstæðis

 

Þjónustuborð Stólpa veitir nánari upplýsingar í s. 512-4400 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið stolpi@stolpi.is.

Opin kynning á nýju birgðapantanakerfi Stólpa


Staður: Borgartún 28, 4. hæð

Tími: Þriðjudaginn 21. mars kl 8 til 9.

Opin kynningu hjá Stólpa viðskiptalausnum þar sem farið verður yfir nýtt birgðapantanakerfi Stólpa.

Kynningin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Vinsamlegast skráið þátttöku tímalega.

Skráning á kynningu HÉR.

Handbók birgðapantana HÉR

Birgðakostnaður fyrirtækja er oft á tíðum dulinn kostnaður. Sér í lagi ef lagermagn er of mikið eða of lítið. Almennt er talið að eðlilegur kostnaður birgðahalds sé um 20 til 40% af verðmæti lagers. Því skiptir miklu máli að vera með rétt magn á lager og vanda innkaupin eins og kostur er.

 

Áríðandi uppfærsla launakerfisÁríðandi uppfærsla launakerfis

 

RSK hefur gefið út nýjar staðgreiðsluforsendur fyrir árið 2017 sem sjá má yfirlit um hér fyrir neðan. Vegna tæknilega breytinga hjá RSK um nýliðin áramót munu notendur að launakerfi Stólpa, útgáfu 2016.35 eða eldri útgáfum, ekki getað sent rafræn skil á staðgreiðslu nema uppfæra í útgáfu 2017.03. Því er nauðsynlegt að allir notendur launakerfis uppfæri kerfið hjá sér í útgáfu 2017.03 áður en fyrsta launakeyrsla fyrir árið 2017 er keyrð út.

Í nýjustu útgáfu Stólpa, útgáfu nr. 2017.03 hafa nýjar staðgreiðsluforsendur og nýr vefslóði RSK þegar verið sett inn í útgáfuna. Notendur sem hafa þá útgáfu þurfa því ekki að skrá inn nýjar forsendur í launakerfið eins og nauðsynlegt var í útgáfu nr. 2016.35 og eldri útgáfum.

Nánari upplýsingar má finna HÉR

Sameining lífeyrissjóða: Lífeyrissjóðirnir Stafir og Sameinaði hafa sameinast og heita nú Birta lífeyrissjóðurSameining lífeyrissjóða:  Stafir lífeyrisjóður og Sameinaði
lífeyrissjóðurinn hafa sameinast og heita nú Birta lífeyrissjóður.

 

Frá og með janúar launum þurfa launþegar sem áður greiddu í
sjóð nr. 450 Sameinaði lífeyrissjóðurinn eða sjóð nr. 451
séreignasjóður Sameinaða lífeyrissjóðsins
, að færast yfir í sjóð 430 og
431 Birta lífeyrissjóður
(áður Stafir lífeyrissjóður). Kennitala Birtu er
sú sama og var hjá Stöfum lsj. 430269-0389 og bankanúmer 526-26-400800.

Nánari upplýsingar má finna HÉR

Nýtt netfang hjá Fjársýslu ríkisins

Samkvæmt tilkynningu frá Fjársýslu ríkisins er búið að taka í gagnið nýtt netfang  tbrkrafa@runuvinnsla.is  vegna skilagreina á textaformi vegna eftirá greiddra skatta.

Áður var notað tbrkrafa@advania.is eða tbrkrafa@skyrr.is.

Opnunartími þjónustuborðs yfir hátíðirnar

Stólpi Viðskiptalausnir óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum fyrir árið sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

Opnunartími þjónustuborðs 23.des 2016 til 2. janúar 2017:

23. des Lokað
24. des Lokað
25. des Lokað
26. des Lokað
27. des Opið kl. 8-16
28. des Opið kl. 8-16
29. des Opið kl. 8-16
30. des Opið kl. 8-16
31. des Lokað
1. jan Lokað
2. jan Opið kl. 8-16

Í neyðartilvikum er hægt að hringja í neyðarsíma okkar 512-4420.

Áríðandi: Rafrænn persónuafsláttur, 1.janúar 2017

Ríkisskattstjóri hefur nýlega tilkynnt breytingar á rafrænum staðgreiðsluskilum af launum frá og með 1. janúar 2017. Breytingin snýr að ítarlegri sundurliðun á milli skattþrepa og nýtingu persónuafsláttar í rafrænum skilum. Hjá flestum tekur breytingin því gildi í lok janúar þegar kemur að því að greiða mánaðarlaun fyrir þann mánuð.

Breyting RSK hefur verið innleidd í útgáfu Stólpa, útgáfa nr. 2017.1, sem kemur út 6. janúar. Þeir notendur sem eru með Stólpa hýstan hjá okkur fá sjálfvirka uppfærslu á kerfinu og munu því ekki verða varir við breytinguna. Sé kerfið hýst af öðrum eða uppsett á eigin vélbúnað þurfa að gæta þess að uppfæra launakerfið áður en kemur að útgreiðslu launa fyrir janúar 2017.

Stólpi 2016

Stólpi 2016 er kominn út. Vel á þriðja hundrað viðbætur hafa verið settar inn frá síðustu útgáfu. Helstu viðbætur í nýrri útgáfu eru:


Rafrænn innlestur innkaupareikninga –
Kerfið og ferlið hefur verið endurhannað frá grunni
eftir nýjum staðli og með nýju og einföldu viðmóti.
Rafrænn innlestur reikninga frá birgjum flýtir fyrir
og einfaldar alla skráningu lánardrottna og birgðamóttöku.


Tímabókunarkerfi
Verulegar viðbætur hafa verið settar inn í tímabókunarkerfið
sem heldur utan um tímabókanir viðskiptavina. Prentar
verkbeiðni, sendir SMS til að minna á tímabókun eða þegar
verki er lokið, stofnar reikning í sölukerfi og fleira.


Fyrirspurnir fjárhagshreyfinga
Nýr listi yfir allar fjárhagshreyfingar á völdu tímabili.
Mjög auðvelt að leita eftir dagsetningu, fjárhæð, lykli,
runu, lýsingu eða öðru og senda valið úrtak yfir í Excel
skrá til frekari úrvinnslu.


Sjálfvirkar afsteimmingar
Ný aðgerð, sjálfvirk afstemming skuldunauta og lánardrottna
við fjárhagshreyfingar.


Fyrirspurn birgðahreyfinga
Nýr listi yfir allar birgðahreyfingar á völdu tímabili. Mjög
auðvelt að leita eftir dagsetningu, vöru, vöruflokki fjárhæð,
vörulýsingu eða öðru.  Hægt er að senda valið úrtak yfir í
Excel skrá til frekari úrvinnslu.


Yfirlit birgða
Nýr yfirlitslisti yfir öll vörunúmer, birgðastöðu, verð og
fleira.  Veitir góða yfirsýn yfir stöðu og einfaldar viðhald
vörunúmera.  Mjög auðvelt að leita eftir vörunúmeri, vörulýsingu,
vöruflokkum, verðum og fleira.  Hægt er að senda valið úrtak yfir
í Excel skrá til frekari úrvinnslu.


Verðbreytingar
Viðmót og virkni verðbreytinga hefur verið endurhannað frá grunni.
Nýtt viðmót og virkni einfaldar verulega alla yfirsýn yfir
verðuppbyggingu vara og yfirsýn verðbreytinga.


Tímaskráning úr snjallsíma
Nú er hægt að nota hvaða snjallsíma eða spjaldtölvu sem er til
að stimpla starfsmenn inn/út úr stimpilklukku Stólpa. Starfsmenn
geta einnig skráð í hvaða verki þeir eru að vinna, frjálsar
athugasemdir, efnisnotkun og fleira eftir því sem við á.
Skráningin skilar sér inn í stimpilklukkukerfi Stólpa, og eftir
þörfum inn í launakerfi, verkbókhald eða á sölureikning.


Nýjung í hýsingu
Viðskiptavinir í hýsingu hjá Stólpa Viðskiptalausnum standa
nú til boða að hýsa ekki aðeins viðskiptahugbúnaðinn Stólpa heldur
deila öllum rafrænum gögnum vinnutölvu með einkatölvu í skýinu.
Notendur hafa þannig ávallt aðgang að Stólpa, Office 365 hugbúnaði
og rafrænum gögnum í gegnum einkatölvu í skýinu úr hvaða tölvu sem
er í gegnum læstan aðgang.

Nánari upplýsingar um framangreind atriði og aðrar
breytingar má finna í meðfylgjandi viðhengi.

 

 

Nýtt – Stimpilklukka Stólpa komin í snjallsímann eða spjaldtölvuna

Vóóó! Nú bíður stimpilklukka Stólpa upp á tímaskráningar starfsmanna séu gerðar beint úr snjallsímanum. Hægt er að ákveða hvort tímaskráning skrái einnig í hvaða verkefni starfsmaður er að vinna eða efnisnotkun. Tímaskráning er send beint inn í stimpilklukku í Stólpa sem sýnir nákvæmt yfirlit yfir stöðu allra starfsmanna.

Nánar síðar…

TOP