Ný yfirlitstafla í verkbókhaldi – mikilvægt að kynna sér vel

Á síðustu árum hefur yfirlitstöflum fjölgað í Stólpa. Í júní útgáfu Stólpa kemur ný yfirlitstafla í verkbókhaldinu sem gefur mun betra yfirsýn en áður. Allar yfirlitstöflur í Stólpa virka með mjög sambærilegum hætti og því mjög einfalt að læra inn á helstu atriði hennar.

Úr nýrri yfirlitstöflu er yfirsýn yfir öll verk í vinnslu og einnig allar aðgerðir verkbókhalds aðgengilegar úr tækjastiku sem einfaldar allt viðmót, gefur mikilvæga yfirsýn og flýtir fyrir allri vinnslu.

Handbókina má nálgast hér

Móttaka rafrænna reikninga – ný ítarleg handbók

Nú er komin ný og mikið endurbætt handbók um móttöku rafrænna reikninga – Rafræn innkaup

Helstu atriði í nýrri handbók:

  • Mun ítarlegri og nákvæmari leiðbeiningar
  • Ný yfirlitstafla með nýrri virkni – mikilvægt að kynna sér vel
  • Sjálfvirk skráning á vörum til endursölu inn í birgðakerfi
  • Sjálfvirk skráning á vörum til endursölu inn í verkbókhald

Handbókina má nálgast hér

Mikill vinnusparnaður fylgir því að taka á móti rafrænum reikningum.  Öll handavinna við skráningar innkaupareikninga hverfur. Hvort sem reikningur er aðeins færður inn í bókhald félagsins eða einnig í birgðakerfi eða verkbókhald. Vörur til endursölu er með einföldum hætti hægt að skrá sjálfkrafa inn í birgðakerfi og verkbókhald bæði magn og verð.

Helstu breytingar í Stólpa nr. 2022.01

Áramótavinnsla 2021/2022

Um áramót má ekki gleyma árlegum undirbúningi fyrir nýtt bókhaldsár. Hér má finna leiðbeiningar um helstu atriðin sem gera þarf í Stólpa við áramót.

Vekjum einnig athygli á námskeiði í áramótavinnslu. Skráning og nánari upplýsingar um námskeið Stólpa má nálgast HÉR.

Starfsmenn Stólpa senda ykkur óskir um hamingjuríka jólahátíð og farsældar á nýju ári og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Óvissustig Almannavarna vegna Log4j

Eins og fram kom í fjölmiðlum í gær hafa Almannavarnir líst yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans í grunnkerfum fjölmargra tölvukerfa.

Í framhaldi af þessari uppgötvun hefur Stólpi yfirfarið öll tölvukerfi sín og hugbúnað með það að markmiði að finna og uppræta þennan veikleika. Allur hugbúnaður og kerfi Stólpa, svo sem hugbúnaður, netkerfi, stýrikerfi, skýjaþjónusta, reklar og fleira hafa nú þegar verið uppfærðir í nýjustu útgáfur þar sem þessi veikleiki er gerður óvirkur.  Daglega er fylgst er með nýjum uppfærslum.

 

Opnunartími yfir jól og áramót 2021/2022

miðvikudagur 22.12.2021 Opið 8-16
fimmtudagur 23.12.2021 Þorláksmessa Opið 8-12
föstudagur 24.12.2021 Aðfangadagur Lokað
laugardagur 25.12.2021 Jóladagur Lokað
sunnudagur 26.12.2021 Annar í jólum Lokað
mánudagur 27.12.2021 Opið 8-16
þriðjudagur 28.12.2021 Opið 8-16
miðvikudagur 29.12.2021 Opið 8-16
fimmtudagur 30.12.2021 Opið 8-16
föstudagur 31.12.2021 Gamlársdagur Lokað
laugardagur 1.1.2022 Nýársdagur Lokað
sunnudagur 2.1.2022 Sunnudagur Lokað
mánudagur 3.1.2022 Opið 8-16

Stólpi viðskiptahugbúnaður velur Unimaze

Stólpi bókhalds- og upplýsingakerfi sem er eitt þekktasta bókhaldskerfi landsins hefur samið við Unimaze til að sjá um sendingu og móttöku rafrænna reikninga fyrir viðskiptavini sína. Unimaze, áður Sendill, hefur verið skeytamiðlari Stólpa frá 2020 og hefur samstarfið verið afar farsælt og hafa forsvarsmenn Stólpa nú ákveðið að semja alfarið og eingöngu við Unimaze. Um 300 Stólpa fyrirtæki nýta sér í dag skeytamiðlun Unimaze og hefur þeim farið hratt fjölgandi. Rafrænir reikningar eru í dag mikilvægur hluti í viðskiptum á milli aðila þar sem upplýsingar skila sér hratt á milli kerfa, villuhætta minnkar, fjárstreymi verður skilvirkara og hagræðingin þar með ótvíræð.

„Við tengdum Stólpa við skeytamiðlun Unimaze fyrir um ári síðan þegar þeir einir buðu upp á tæknilega nýjung sem aðrir skeytamiðlarar voru ekki komnir með. Okkur varð fljótlega ljóst að þjónusta, þekking og vöruþróun hjá Unimaze væri talsvert betri og meiri en við höfðum áður kynnst hjá öðrum skeytamiðlurum.  Af þeim sökum höfum við nú ákveðið að þétta samstarf Stólpa og Unimaze enn frekar og beina hér eftir öllum notendum okkar í gegnum skeytamiðlun þeirra.“ segir Guðmundur Ingi Hauksson framkvæmdastjóri Stólpa.

„Við erum ákaflega stollt af því að vera áfram treyst fyrir því mikilvæga verkefni að tryggja notendum Stólpa alla nýjustu og helstu möguleika sem fyrir hendi eru hverju sinni til að njóta alls þess hagræðis sem í boði er við færslu bókhalds í dag. Þekking og reynsla Unimaze og vilji til að skara fram úr það sem tryggir í þessu tilviki okkur áframhaldandi samstarf við eitt þekktasta bókhaldskerfi landsins. Þetta er mikill heiður fyrir okkar starf og mikil hvatning fyrir okkur að halda áfram á sömu braut“, segir Einar Geir Jónsson, framkvæmdastjóri Unimaze.

Stólpi viðskiptahugbúnaður er leiðandi bókhalds- og upplýsingkerfi sérstaklega hannað fyrir lítil og meðalstór íslensk fyrirtæki í öllum atvinnugreinum.  Fyrsta útgáfa Stólpa kom út fyrir um tæpum 40 árum og þá í DOS. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun og mánaðarlega eru gefnar út nýjar útgáfur af kerfinu með endurbætur og nýjungar. Um eitt þúsund íslensk fyrirtæki nýta sér kerfið í dag. Kerfið er afar notendavænta en jafnframt af sveigjanlegt eftir ólíkum þörfum atvinnugreina og notenda.

Unimaze er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði sem býður upp á að senda og móttaka rafræn viðskiptaskjöl, svo sem reikninga, pantanir, greiðslukvittanir og fleira. Félagið leggur sig fram við að vera í fararbroddi þegar kemur að stöðlum, áreiðanleika og tæknilegum lausnum, svo sem sannreyningu, vottun og örugga auðkenningu. Unimaze er með starfstöðvar í þremur Evrópulöndum og viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið hefur vaxið um eða yfir 100% síðastliðin 2 ár, í tekjum starfsmönnum og magni.

Unimaze skeytamiðlun

Kæri viðskiptavinur,

Til upplýsinga: Eins og fram kom í tölvupósti frá okkur fimmtudaginn s.l. erum við að skipta um skeytamiðlara sem miðlar rafrænum reikningum fyrir notendur Stólpa. Yfirfærslunni er lauk um hádegi í dag eins og til stóð og hefur fyrirtækið þitt því verið skráð í rafræna skeytaþjónustu Unimaze.

Notendur sem eru í hýsingu hjá Stólpa/Samvirkni hafa þegar fengið nýjan aðgang uppsettan Í Stólpann hjá sér og ættu þeir því ekki að finna neitt fyrir yfirfærslunni.  Aðrir notendur fá símtal frá þjónustuborði þar sem nýr aðgangur er settur inn í Stólpann þeirra.  Þeirri vinnu ætti að ljúka á morgun, þriðjudag.

Þeir notendur sem óska eftir aðgangi að Mínar síður á þjónustuvef Unimaze er vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á stolpi@stolpi.is með eftirfarandi upplýsingar:

  1. Nafn félags
  2. Kennitala félags
  3. Nafn notanda
  4. Kennitala notanda
  5. Netfang notanda

Allar nánari upplýsingar veitir þjónustuborð Stólpa í síma 512-4400 á opnunartíma. Neyðarsími eftir lokun er eftir sem áður 512-4420 ef erindið þolir ekki bið.

 

Guðmundur Ingi Hauksson

Framkvæmdastjóri

Stólpi viðskiptalausnir ehf

Rafræn innkaup – ný handbók komin út

Nettruflanir 23. nóvember 2020

Á mánudaginn í síðustu viku, þann 16. nóvember, og svo aftur um hádegi í gær, mánudaginn 23. nóvember, urðu sumir notendur skýjaþjónustu Stólpa varir við að missa tengingar við skýjaþjónustuna og áttu sumir í erfiðleikum með að ná tengingu aftur um stund. Í síðustu viku varði ástandið yfir í rúman klukkutíma en í gær var það í um 30 mínútur.

Ástæða þess er rakin til fjölmargra árangurslausra tilrauna frá erlendum aðilum til að komast inn í skýjaþjónustu Stólpa.  Ánægjulegt er að vita að kerfi okkar stóðu af sér þessar tilraunir en því miður með þeim annmörkum að álag varð á kerfi með fyrrgreindum afleiðingum fyrir notendur Skýjaþjónustu Stólpa.  Talsvert hefur borið á netárásum á íslensk fyrirtæki að undarförnu sbr. fréttir þess efnis.

Stólpi leggur mikið upp úr því að hafa öryggismál í lagi og er ágætt til þess að vita að þessar tilraunir báru ekki árangur. Stólpi brást í gær við þessum tilraunum með ákveðnum hætti til að koma í veg fyrir frekari truflanir af svona atburðum eins og hægt er.

TOP