Nettruflanir 23. nóvember 2020

Á mánudaginn í síðustu viku, þann 16. nóvember, og svo aftur um hádegi í gær, mánudaginn 23. nóvember, urðu sumir notendur skýjaþjónustu Stólpa varir við að missa tengingar við skýjaþjónustuna og áttu sumir í erfiðleikum með að ná tengingu aftur um stund. Í síðustu viku varði ástandið yfir í rúman klukkutíma en í gær var það í um 30 mínútur.

Ástæða þess er rakin til fjölmargra árangurslausra tilrauna frá erlendum aðilum til að komast inn í skýjaþjónustu Stólpa.  Ánægjulegt er að vita að kerfi okkar stóðu af sér þessar tilraunir en því miður með þeim annmörkum að álag varð á kerfi með fyrrgreindum afleiðingum fyrir notendur Skýjaþjónustu Stólpa.  Talsvert hefur borið á netárásum á íslensk fyrirtæki að undarförnu sbr. fréttir þess efnis.

Stólpi leggur mikið upp úr því að hafa öryggismál í lagi og er ágætt til þess að vita að þessar tilraunir báru ekki árangur. Stólpi brást í gær við þessum tilraunum með ákveðnum hætti til að koma í veg fyrir frekari truflanir af svona atburðum eins og hægt er.

Almennir viðskiptaskilmálar frá 1.11.2020

Nýir viðskiptaskilmálar taka gildi 1.11.2020 og koma í stað eldri skilmála frá 2015.

Almennir viðskiptaskilmálar 2020

Viðskiptaskilmálar frá 2015 sem falla nú úr gildi

Uppf. Handbók – Sending rafrænna reikninga

Þann 12.10.2020 kom út uppfærð handbók um sendingu rafrænna reikninga.

Opna handbók

Nýtt verk-app Stólpa í alla snjallsíma

Laun í sóttkví

Staðgreiðsluforsendur 2020

Leiðbeiningar vegna áramóta 2019/2020

Þjónustuborð Stólpa lokar í dag, 10. des, kl 14:00 vegna veðurs.

Þjónustuborð Stólpa lokar í dag, 10. des, kl 14:00 vegna veðurs.

Desemberuppbót 2019

Ríkið tekur aðeins við rafrænum reikningum frá og með 1.1.2020

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2020 skuli allir reikningar vegna kaupa ríkisins á vöru og þjónustu vera með rafrænum hætti. Pappírsreikningar sem eru útgefnir eftir 1. Janúar 2020 munu verða endursendir og kallað eftir rafrænum reikningum.

Nánari upplýsingar

Ákvörðun ríkisins kemur ekki á óvart enda eru rafrænir reikningar mun öruggari og ódýrari leið til að senda og móttaka reikninga. Einnig eru þeir umhverfisvænni og mun fljótlegri sendingarmáti. Af þessum sökum eru rafrænir reikningar að taka við pappírsreikningum.  Rétt er að benda á að reikningar sendir sem pdf skrá með tölvupósti telst ekki vera rafrænn reikningur.

Í Stólpa er lítið mál að senda rafræna reikninga.  Nánari upplýsingar um rafræna reikninga í Stólpa:

TOP