Bifreiðakerfi

Bifreiðalausn Stólpa

Bifreiðalausn Stólpa er heildarlausn í fjárhags og upplýsingakerfi fyrir bifreiða- og réttingarverkstæði. Bifreiðalausn Stólpa er sjálfstæð en samtengd viðbót við fjárhags- og upplýsingarkerfi Stólpa og er hönnuð til að halda utan um allar tímabókanir viðskiptavina, SMS skeytasendingar, verklýsingar og verkbeiðnir, tíma og efnisskráningar fyrir hvert verk, reikningagerð, viðgerðarsögu bifreiðar og fleira. Auðvelt er að sleppa eða bæta kerfiseiningum hvenær sem er eftir þörfum hvers og eins. Réttingaverkstæði sem nota tjónamatskerfið frá Cabas geta að auki reikningsfært verkið í gegnum nýja sjálfvirka veftengingu við Cabas.

Um 100 bifreiða- og réttingarverkstæði nota bifreiðalausn Stólpa í dag með góðum árangri. Í gegnum hýsingarlausn okkar er hægt að tengjast Stólpa í gegnum hvaða nettengdu tölvu sem er. Getur til að mynda bókari eða endurskoðandi tengst kerfinu fyrirhafnarlaust óháð staðsetningu til að stjórnandi verkstæðis hafi ávallt fulla yfirsýn yfir fjárhag og rekstur félagsins á einum stað. Mánaðarlegt verð er frá 8.280 kr/mán án vsk. Innifalið í því er uppsetning og hýsing kerfisins, byrjendanámskeið, dagleg afritunartaka gagna og fleira. Nánari upplýsingar um má finna í áskriftarleiðum okkar. Sendu okkur tölvupóst eða heyrðu í okkur í síma 512-4400 og fáðu fría kynningu á heildarlaus okkar.

Helstu aðgerðir í bifreiðalausn Stólpa:

  • Tímabókun viðskiptavina: Þegar viðskiptavinir hringja í móttöku verkstæðis er fljótlegt að gefa upp næsta lausa tíma, skrá verklýsingu og senda staðfestingu með SMS til viðskiptavinar um bókaðan tíma. Einnig er hægt að skrá hvort viðskiptavinur vill fá bílaleigubíl til afnota á meðan viðgerð stendur.
  • Ökutækjaskrá: Við skráningu á tímabókun viðskiptavinar er fastanúmer bifreiðar skráð. Með tengingu við Ökutækjaskrá eru allar helstu upplýsingar um bifreiðina og eigenda/umráðamann skráðar með sjálfvirkum hætti inn í kerfið.
  • Viðgerðarsaga bifreiðar: Auðvelt er að skoða alla eldri reikninga/skráningar sem tengjast bifreiðinni svo saga bifreiðarinnar hjá verkstæðinu sé þekkt og auðfundin.
  • Senda SMS: Auðvelt er að senda SMS fjölda áminningu til allra viðskiptavina sem eiga bókaðan tíma á völdu tímabili, til dæmis þá sem eiga bókaðan tíma næsta dag. Einnig er auðvelt að senda stök SMS til viðskiptavinar þegar bifreiðin er tilbúin eða önnur SMS skilaboð eftir þörfum.
  • Myndrænt yfirlit yfir stöðu allra verka: Móttaka verkstæðis hefur góða yfirsýn yfir stöðu allra verka í dagbók, svo sem hvaða verk eru bókuð, hvaða verk eru hafin, lokið eða aðrar stöður á verkum sem notandinn vill skilgreina í dagbók sinni. Allar stöður verks hafa mismunandi liti á yfirlitsskjá sem hjálpar móttöku verkstæðis að átta sig á heildarstöðu dagbókar. Auðvelt er einnig að leita í öllum tímabókunum hvort sem leitað er eftir fastanúmeri, viðskiptavini eða öðru.
  • Verkbeiðni: Á útprentaðri Verkbeiðni má sjá allar helstu upplýsingar um bifreiðina, eiganda/umráðamann ásamt verklýsingu og fleiri upplýsingar. Verkbeiðnin er strikamerkt til að flýta fyrir tíma- og efnisskráningu starfsmanna.
  • Tíma og efnisskráning: Starfsmenn skrá vinnutíma og efni sem fer í verkið með einföldum hætti. Margar mismunandi skráningarleiðir eru hér boði eftir því hvað hentar hverju verkstæði. Skönnun strikamerkja og/eða rauntímaskráning beint í kerfið flýtir fyrir allri vinnslu og minnkar villuhættu til muna.
  • Reikningagerð fyrir almenn verkstæði: Allar upplýsingar um bifreiðina og eigenda/umráðamann fara sjálfkrafa úr tímabókun bifreiðar yfir í sölukerfið til að flýta fyrir gerð reiknings. Tíma- og efniskráning er þegar klár hafi hún verið skráð af starfsmanni beint í kerfið eða skráð eftirá af Verkbeiðni eftir því hvernig hentar hverju og einu verkstæði. Reikningar eru ýmist prentaðir út eða sendir sjálfkrafa beint til viðtakanda sem rafrænir reikningar í gegnum tölvupóst eða Rafræna skeytamiðlun. Reikningur færist með sjálfvirkum hætti inn í fjárhagskerfið sem heldur utan um allar fjárreiður félagsins.
  • Reikningagerð með Cabas: Fyrir réttinga- og sprauturverkstæði með Cabas tjónamatskerfið er reikningur lesinn beint úr Cabas með rafrænum og sjálfvikum hætti inn í kerfið. Kerfið útbýr reikning á tryggingarfélagið og einnig sjálfkrafa reikning á eiganda/umráðamann ef um sjálfskuldarábyrgð er að ræða. Reikningar eru ýmist prentaðir út eða sendir sjálfkrafa beint til viðtakanda sem rafrænir reikningar í gegnum tölvupóst eða skeytamiðlun. Reikningur færist með sjálfvirkum hætti inn í fjárhagskerfið sem heldur utan um allar fjárreiður félagsins.
  • Verðskrá og birgðakerfi: Verðskrá kerfisins heldur utan um allar vörur og þjónustuliði sem verkstæði vill halda utan um. Auðvelt er að stofna eða breyta í verðskrá. Ef halda á utan um magn hverrar vöru á lager er birgðakerfinu bætt og gefur þá upp hve mikið er til á lager hverju sinni. Kerfið getur einnig áætlað hve lengi núverandi lagermagn mun duga, sýnt sölusögu vörunnar á stöplariti, hvenær tímabært sé að panta inn og hve mikið.
  • Innheimta reikninga: Kerfið býður upp á allar þær innheimtuleiðir sem almennt er boðið upp á, hvort sem það er krafa í banka, millifærsla eða greitt með greiðslukorti eða peningum á staðnum.

Kerfið er mjög sveigjanlegt í notkun eftir stærð og verklagi hvers verkstæðis. Kefið hentar því vel hvort sem um einyrkja er að ræða eða stærri verkstæði.

9 - 16 virka daga
Lokað um helgar
Borgartúni 28, 4 hæð
105 Reykjavík
Allur réttur áskilinn Stólpi Viðskiptalausnir ehf.
databaseselectmagnifier